Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Man City skoraði tíu mörk
Man City er ríkjandi bikarmeistari.
Man City er ríkjandi bikarmeistari.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Manchester City skoraði tíu mörk gegn Ipswich Town í FA-bikar kvenna á Englandi í gær. Man City, ríkjandi meistari keppninnar, er því komið áfram í 8-liða úrslitin sjöunda árið í röð.

Pauline Bremer, Jess Park og Georgia Stanway skoruðu allar þrennu fyrir topplið ensku úrvalsdeildarinnar.

Ipswich Town leikur í fjórðu efstu deild og er þetta í fyrsta sinn sem að lið úr fjórðu efstu deild leikur í 16-liða úrslitum bikarsins.

Birmingham City er einnig komið í 8-liða úrslit bikarsins eftir nauman sigur á Sunderland úr þriðju deild. Enska landsliðskonan Lucy Staniforth skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu þegar lítið var eftir.

Þrír aðrir leikir áttu að fara fram í gær, en þeim var öllum frestað út af storminum Dennis.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner