
UEFA hefur ákveðið að umspil fyrir EM fari fram í júní á þessu ári.
EM var í dag frestað en mótið fer fram sumarið 2021 en ekki í sumar vegna kórónuveirunnar.
EM var í dag frestað en mótið fer fram sumarið 2021 en ekki í sumar vegna kórónuveirunnar.
Ísland mætir Rúmeníu í umspili á Laugardalsvelli en leikurinn átti að fara fram í næstu viku.
Nú er fyrirhugað að leikurinn fari fram í júní en sigurvegarinn mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleik um sæti á EM.
Nákvæmar dagsetningar fyrir leikina hafa ekki verið staðfestar ennþá.
Fyrirhugaðir vináttuleikir Íslands gegn Pólverjum ytra og Færeyingum heima falla væntanlega niður við þessi tíðindi en þeir leikir áttu að fara fram í júní.
Athugasemdir