Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 17. apríl 2024 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikur: Stál í stál í München - Real Madrid leiðir á Etihad
Rodrygo skoraði mark Real Madrid
Rodrygo skoraði mark Real Madrid
Mynd: EPA
Búið er að flauta til hálfleiks í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en Real Madrid er að vinna Manchester City með einu marki gegn engu á Etihad á meðan Bayern og Arsenal eru að gera markalaust jafntefli.

Brasilíski sóknarmaðurinn Rodrygo gerði eina mark Real Madrid á 12. mínútu eftir fremur slakan varnarleik hjá Manchester City.

Vinicius Junior fékk boltann hægra megin í teignum, kom honum fyrir þar sem Rodrygo var með mikið pláss. Ederson varði fyrsta skotið en Rodrygo fylgdi vel á eftir.

Erling Braut Haaland átti skalla í slá sjö mínútum síðar. Staðan 1-0 fyrir Real Madrid. Madrídingar þurfa bara að halda út og þá eru þeir komnir í undanúrslit.

Á meðan er þetta stál í stál í München. Staðan er markalaus hjá Bayern og Arsenal.

Mikil þolinmæðisvinna og ekki að gefa mörg færi á sér. Sjáum hvort við fáum ekki aðeins meiri skemmtun í síðari hálfleiknum.

Bayern 0 - 0 Arsenal (2-2)

Manchester City 0 - 1 Real Madrid (3-4)
0-1 Rodrygo ('12 )
Athugasemdir
banner
banner
banner