Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 10:45
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór ekki með á æfingu hjá Malmö í dag
Mynd: Malmö
Miðjumaðurinn sókndjarfi Arnór Sigurðsson var ekki með á æfingu hjá Malmö í dag og gæti því misst af næsta leik liðsins.

Arnór er nýlega búinn að semja við Malmö og fór vel af stað með sænska stórveldinu. Hann er kominn með eitt mark í þremur leikjum en gæti misst af heimaleik gegn Sirius í sænsku deildinni á morgun.

Fotbollskanalen greinir frá þessu og tekur einnig fram að ástæðan fyrir fjarveru Arnórs er óþekkt. Ekki er ljóst hvort um meiðsli sé að ræða og þá hversu alvarleg.

Arnór gæti því verið búinn að bætast við nokkuð langan meiðslalista Malmö sem inniheldur Johan Dahlin, Anton Tinnerholm, Stefano Vecchia, Gentian Lajqi og William Åkesson.
Athugasemdir
banner
banner
banner