Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. maí 2022 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Pisa tapaði án Hjartar - Catanzaro byrjar umspilið vel
Hjörtur berst við að vera klár fyrir seinni leikinn sem verður á heimavelli.
Hjörtur berst við að vera klár fyrir seinni leikinn sem verður á heimavelli.
Mynd: Getty Images

Pisa stefnir upp í efstu deild á Ítalíu og byrjaði umspilið á því að tapa naumlega á erfiðum útivelli Benevento.


Staðan var markalaus allt þar til á 85. mínútu þegar Gianluca Lapadula skoraði fyrir heimamenn.

Pisa er að glíma við mikil meiðslavandræði í vörninni og átti Hjörtur Hermannsson að byrja slaginn mikilvæga sem fór fram í kvöld.

Hjörtur meiddist fimm dögum fyrir leik en meiðslin eru ekki alvarleg. Hann er tæpur fyrir seinni undanúrslitaleikinn á laugardaginn en ætti að ná úrslitaleiknum ef Pisa kemst áfram.

Pisa er að reyna að koma sér upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1991, en félagið hefur tvisvar sinnum farið á hausinn síðan og verið endurstofnað.

Bjarki Steinn Bjarkason var þá ónotaður varamaður er Catanzaro sigraði útileik gegn Monopoli í umspili C-deildarinnar til að komast upp í B-deildina.

Monopoli leiddi í hálfleik en Pietro Iemmello, sem á sjö mörk í Serie A, setti tvennu fyrir Catanzaro eftir leikhlé og skóp dýrmætan sigur.

Liðin eiga eftir að spila á heimavelli Catanzaro en leiðin upp í næstu deild er enn löng þó að Bjarki og félagar komist í gegnum þessa viðureign.

Benevento 1 - 0 Pisa
1-0 Gianluca Lapadula ('85)

Monopoli 1 - 2 Catanzaro
1-0 O. Viteritti ('33)
1-1 Pietro Iemmello ('70)
1-2 Pietro Iemmello ('77)
Rautt spjald: S. Scognamillo, Catanzaro ('94)


Athugasemdir
banner
banner
banner