Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 17. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik víxlar heimaleikjum í Sambandsdeildinni
Frá Kópavogsvelli.
Frá Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur gefið það út að félagið sé búið að víxla heimaleikjum sínum við Santa Coloma frá Andorra í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik átti að leika heimaleik sinn á Kópavogsvelli þann 7. júlí, en núna er búið að breyta því þannig að leikurinn út í Andorra fer fram þann dag og viku síðar verður leikið hér heima.

Er þetta jafnvel betra fyrir Breiðablik, að fá heimaleikinn síðar og vera með stuðningsfólk sitt á vellinum þegar úrslit ráðast.

Óskar Hrafn Þorvaldsson útskýrði þessa ákvörðun í viðtali í gær. Það eru tvö lið frá Andorra í keppninni og það var dregið þannig að þau fengu bæði heimaleik fyrst. Þau spila á sama velli og því þurfti annað félagið að skipta; það féll í hlut Santa Coloma.

Valur mætti Santa Coloma í forkeppni Evrópudeildarinnar árið 2019 og komst þá áfram, samanlagt 3-1. Breiðablik gerði virkilega vel í þessari keppni í fyrra en féll að lokum út gegn Aberdeen frá Skotlandi.


Óskar Hrafn: Ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi
Athugasemdir
banner
banner