Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 17. ágúst 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan: Þarf einhver að segja eitthvað við þessa kallarnir.is mafíu
Kjartan Henry
Kjartan Henry
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason
Hjörvar Hafliðason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hitinn í Kórnum í gær, þegar HK og KR mættust í Pepsi Max-deildinni, vakti athygli og umræðu. KR-ingar fengu rautt spjald í leiknum og voru þeir ekki sáttir við þann dóm. Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football var hvað virkastur í að vekja athygli á gangi mála í leiknum, meðal annars á ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR.

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, svaraði færslu Hjörvars á Twitter og sagði honum að 'skíta ekki í sig' en Hjörvar vildi fá gult spjald á þjálfara KR fyrir ummæli hans á hliðarlínunni. Tístin má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Kjartan Henry svarar Hjörvari: Skíttu ekki í þig!

Kjartan Henry var sérfræðingur í Enski boltinn, hlaðvarpsþættinum hér á Fótbolta.net í dag. Hann var spurður út í þetta allt saman.

„Það þarf einhver að segja eitthvað við þessa kallarnir.is mafíu þarna í Kópavoginum," sagði Kjartan léttur.

„Nei, nei, þetta er nú bara banter milli okkar og ég bjóst ekki við að þetta yrði heimsfrétt," sagði Kjartan.

Sálfræðihernaður hjá Hjörvari?
Þetta var einnig til umræðu í Innkastinu. „Hjörvar var ennþá á ferðinni í morgun á Twitter. Það er kannski mögulega út af því að KR á eftir að spila við öll liðin í botnbaráttunni í kringum HK. Það er gott að ýta athyglinni að því hvað KR kemst upp með. Þetta er alvöru propaganda hjá Hjörvari," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Hjörvar er að gera eins og góður þjálfari, hann er gríðarlegur HK-ingur. Hann er að beina athyglinni og umræðunni frá því hversu dapurt það var hjá HK að fá ekkert út úr þessum leik. Nú eru allir að ræða þetta. Hann er á fullu í sálfræðihernaðinum," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Orðið jólasveinar, er það ekki bara ígildi þess að kalla dómarana kjána?" spurði Elvar.

„Mér finnst ekkert að þessu. 104 landsleikir og þú lagðir upp á móti Frakklandi. Þá máttu segja jólasveinn," sagði Tómas. Hlusta má á bæði Enski boltinn og Innkastið hér að neðan.




Innkastið - Reiði, rauð spjöld og TikTok skot úr stúkunni
Enski boltinn - Veislan er hafin!
Athugasemdir
banner