Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 16. ágúst 2021 23:49
Brynjar Ingi Erluson
Kjartan Henry svarar Hjörvari: Skíttu ekki í þig!
Kjartan Henry Finnbogason
Kjartan Henry Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikill hiti í leik HK og KR í Kórnum er liðin áttust við í Pepsi Max-deild karla í kvöld en tveir sáu rautt í leiknum, þar á meðal Kristján Finnbogason, markvarðarþjálfari KR-inga.

Elías Ingi Árnason, dómari leiksins, rak Arnþór Inga Kristinsson af velli strax á 11. mínútu, hans annað gula spjald og þá var veifað nokkrum spjöldum undir lok fyrri hálfleiksins.

Brotið var á Stefáni Ljubicic, leikmanni HK, en í kjölfarið sparkaði Kristján í keilu sem rataði inn á völlinn. Hann fékk rautt fyrir það en Rúnar Kristinsson virtist ósáttur með störf dómaranna í kvöld

„Þið eruð nú meiru helvítis jólasveinarnir. Þetta er ekki hægt," sagði Rúnar við Helga Mikael Jónasson, fjórða dómara, í klippu sem Hjörvar Hafliðason birtir á Twitter, en Rúnar fékk ekki spjald fyrir þessi orð og undraði Hjörvar sig á því.

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR-inga, svaraði Hjörvari með einföldum skilaboðum: „Skíttu ekki í þig!"


Athugasemdir
banner
banner