Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. ágúst 2022 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki skrítið að Glazer-fjölskyldan sé svona óvinsæl
Eigendurnir taka mynd með Ole Gunnar Solskjær, goðsögn hjá Manchester United.
Eigendurnir taka mynd með Ole Gunnar Solskjær, goðsögn hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Glazer-fjölskyldan er gríðarlega óvinsæl hjá stuðningsfólki Mancheter United um allan heim.

Það eru líklega margir sem velta fyrir sér af hverju staðan er þannig. En til þess að átta sig á því þá er vel hægt að mæla með þræði sem var birtur á Twitter-reikningnum Swiss Ramble í gær.

Þar er farið vel yfir það hvernig Glazer-fjölskyldan hefur hegðað sér frá því hún tók yfir eignarhaldi félagsins árið 2005.

Þarna kemur fram að Glazer-fjölskyldan sé búin að taka út um 1,1 milljarð punda úr félaginu á síðustu 17 árum í gegnum ýmsar leiðir.

Félagið skuldar alls um 500 milljónir punda og eigendurnir hafa lítið sem ekkert fjárfest sjálfir. Þeir hafa ekkert fjárfest í innviði félagsins og Old Trafford, heimavöllur United, er gamaldags og ryðgaður.

Félagið hefur eytt miklum peningnum í leikmannakaup en þetta er peningur sem félagið hefur aflað sér, en ekki peningur sem kemur frá eigendunum. Þessi peningur hefur að mestu farið til spillis þar sem ekki hefur verið fjárfest í nægilega sterku neti á bak við tjöldin sem sér um leikmannamál.

Engir eigendur í enska boltanum hafa tekið eins mikinn pening út úr sínu félagi og Glazer-fjölskyldan. Man Utd er á slæmum stað innan sem utan vallar, en eigendurnir hafa náð að taka mikið út þar sem félagið er enn svo risastórt vörumerki. Það er ekki skrítið að þetta fólk sé mjög óvinsælt.


Athugasemdir
banner
banner
banner