Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   þri 17. september 2024 14:03
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna sló nýliðamet Heimis Guðjóns
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks hefur slegið nýliðamet Heimis Guðjónssonar með því að ná 49 stigum í Bestu deildinni. Breiðablik vekur athygli á þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Halldór var aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar og tók svo við Blikaliðinu í fyrra og er á sínu fyrsta ári sem aðaþjálfari í efstu deild.

Íslandsmeistaraárið 2022 fékk Breiðablik 51 stig og árið 2010 þegar liðið vann fyrsta titilinn í karlaflokki voru stigin 44. Þetta árið fékk liðið 49 stig í hefðbund­inni tvö­faldri um­ferð í Bestu deild karla.

Með þessum stigafjölda sló Hall­dór nýliðamet Heim­is Guðjóns­son­ar í stiga­fjölda í deild­inni. Heim­ir tók við liði FH sumarið 2008 og varð liðið Íslandsmeistari með 47 stig.

Breiðablik er með jafnmörg stig og Víkingur eftir 22 umferðir en Víkingar hafa betri markatölu. Nú tekur við tvískipting deildarinnar.



Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner