Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 17. nóvember 2023 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn - Markvörður úr Lengjudeildinni
Kvenaboltinn
Guðný er í hópnum. Hún er markvörður ÍBV sem féll úr Bestu deildinni í sumar. Guðný átti sjálf gott tímabil.
Guðný er í hópnum. Hún er markvörður ÍBV sem féll úr Bestu deildinni í sumar. Guðný átti sjálf gott tímabil.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Olla Sigga snýr aftur í hópinn.
Olla Sigga snýr aftur í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur tilkynnt hóp sem mætir Wales og Danmörku í Þjóðadeild UEFA.

Leikirnir fara báðir fram ytra, Ísland mætir Cardiff á Cardiff City Stadium 1. desember kl. 19:15 og Danmörku 5. desember kl. 18:30. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV. Þetta eru síðustu leikir liðsins í riðlinum, en Ísland er í þriðja sæti með þrjú stig. Danmörk er í efsta sæti með 12 stig á meðan Wales er neðst án stiga.

Þrjár breytingar eru á hópnum frá síðasta verkefni og tvær af þeim eru í markvarðaþríeykinu. Aldís Guðlaugsdóttir og Sandra Sigurðardóttir verða ekki með í þessu verkefni og inn koma þær Fanney Inga Birkisdóttir og Guðný Geirsdóttir. Þá kemur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir inn fyrir Örnu Eiríksdóttur.

Markverðir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 8 leikir
Guðný Geirsdóttir - ÍBV
Fanney Inga Birkisdóttir - Valur

Útileikmenn
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 23 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 56 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 118 leikir, 10 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 31 leikur, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 17 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Stjarnan - 3 leikir
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 8 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 37 leikir, 4 mörk
Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 9 leikir
Lára Kristín Pedersen - Valur - 3 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 33 leikir, 8 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 32 leikir, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 17 leikir, 2 mörk
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 57 leikir, 4 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir - Valur - 2 leikir
Sandra María Jessen - Þór/KA - 37 leikir, 6 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 30 leikir, 4 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 8 leikir, 1 mark
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 8 leikir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R. - 3 leikir, 2 mörk
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner