Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 14:15
Elvar Geir Magnússon
„Lykilatriði fyrir Hákon að spila fullt af leikjum"
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hákon Rafn Valdimarsson, ungur markvörður Gróttu, sagði í viðtali í nóvember að sinn vilji væri að spila áfram í efstu deild.

Hákon er 19 ára gamall og fór með Gróttu upp úr Inkasso-deildinni 2019 og spilaði með liðinu í efstu deild á síðasta tímabili. Liðið féll beint aftur niður.

Erlend félagslið hafa verið að horfa til Hákons, meðal annars félög í Svíþjóð.

Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, sagði frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn að ekki væri víst hvort Hákon yrði áfram með Gróttuliðinu. Að sínu mati þyrfti Hákon að velja lið þar sem hann fengi spiltíma.

„Hann hefur fengið smjörþefinn af atvinnumennsku og var í kringum U21-landsliðið. Þetta er framtíðarmarkvörður. Það er mikilvægast fyrir hans feril er að spila fótboltaleiki," segir Ágúst.

„Ef hann fær tækifæri annars staðar þar sem hann spilar þá skoðum við það. Besta fyrir hans feril væri að spila erlendis. Hann fór til Svíþjóðar til Norrköping og Elfsborg. Ef þessi félagslið vilja fá hann þá væri það hans besta skref."

Hér á landi hefur Hákon verið orðaður við KR, FH og Breiðablik.

„Við ætlum ekki að vera eigingjarnir á hann en auðvitað viljum við halda honum. Það er lykilatriði fyrir hann að spila fullt af fótboltaleikjum. Það yrði ekki gott fyrir hann að fara á bekkinn."

„Hann er með samning við okkur en ef hann fær tækifæri á að spila í efstu deild þá er það möguleiki," segir Ágúst.
Útvarpsþátturinn - Stórleikurinn, Rooney og íslenski
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner