Manchester United tapaði tveimur gríðarlega mikilvægum stigum í kvöld þegar liðð gerði jafntefli gegn Crystal Palace eftir dramatískar lokamínútur.
Liðið mætir Arsenal í stórleik helgarinnar á sunnudaginn en liðið varð fyrir áfalli í kvöld þegar Casemiro nældi sér í áminningu og verður því í banni um helgina.
Casemiro hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið United og er mikilvægur hlekkur á miðjunni.
United er átta stigum á eftir Arsenal sem situr á toppnum og með jafn mörg stig og grannarnir í Manchester City en City á leik til góða á morgun gegn Tottenham.
Athugasemdir