Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 19:19
Daníel Darri Arnarsson
Ítalía: Þægilegt hjá Juventus gegn AC Milan
Mynd: EPA
Juventus 2 - 0 Milan
1-0 Samuel Mbangula ('59 )
2-0 Tim Weah ('64 )

AC Milan tapaði sínum fyrsta leik síðan 6. desember í stórleik gegn Juventus 2-0 fyrir heimamönnum í Juventus sem hafa sjálfir verið í brasi í síðustu leikjum.

Leikurinn var stál í stál alveg fram að 60.mín þá tóku Juventus yfir og skoruðu 2 mörk á 5 mínútna kafla sem gerði síðan bara út um leikinn og AC Milan áttu fá svör.

Samuel Mbangula kom heimamönnum yfir eftir skemmtilega sókn þar sem boltinn endaði hjá Argentínumanninum Nico González sem renndi honum út á Mbangula sem skaut í Emerson Royal og boltinn breyttu um stefnu og sigrar Maignan í markinu.

Seinna markið er önnur frábær sókn sem byrjar með að Mbangula vinnur boltann á miðjunni og Thuram fær hann og á frábæra sendingu í gegn á Tim Weah sem situr hann í fjær og Maignan hefði getað gert betur en boltinn rúllar framhjá honum í fjær hornið og 2-0 sigur staðreynd.

Juventus er í 4.sæti og eru í skemmtilegri baráttu um Meistaradeildarsæti meðan AC Milan eru í miklu brasi í 8.sæti í Serie A.
Athugasemdir
banner
banner