Ragna Sara Magnúsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV til næstu tveggja ára. Hún er sem stendur við nám í Bandaríkjunum.
Ragna Sara er Eyjakona í húð og hár, fædd árið 2003, en hún lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2018.
Leikirnir eru orðnir 90 talsins og hún hefur skorað eitt mark. Hún hefur leikið fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Hún kemur af mikilli fótbolta fjölskyldu en bræður hennar Heiðmar Þór og Sigurður Arnar léku með KFS og ÍBV á síðustu leiktíð.
Athugasemdir