Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. febrúar 2020 00:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Azpilicueta: Dómarinn á að skoða atvikin sjálfur - Tekur 30 sek
Mynd: Getty Images
„Svona er VAR. Það sem veldur mér mestum vonbrigðum er að stóru ákvarðanirnar eru teknar af dómara með skjá í einhverju herbergi," sagði Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, um VAR eftir 0-2 tap gegn Manchester United.

Azpilicueta hélt áfram: „Dómarinn á vellinum ætti sjálfur að fara að skjánum og dæma um þetta sjálfur. Ég ýtti auðvitað Williams í markinu hjá Zouma en mér var ýtt áður. Farðu allavega í skjáinn, það tekur 30 sekúndur."

„Dómarinn á vellinum á að taka þessa ákvörðun sjálfur. Ég ætlaði mér aldrei að ýta í Williams. Ég er ekki að segja að þetta sé víti á Fred en hrinding hans veldur því að ég ýti Williams."

„Við getum samt ekki falið okkur bakvið VAR. Við höfum misst niður allt forskot sem við höfðum og verðum að rífa okkur í gang gegn Tottenham í risaleik á laugardaginn,"
sagði Azpilicueta að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner