Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 18. febrúar 2025 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi á leið til Víkings
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er að ganga í raðir Víkings. Hann hefur náð samkomulagi við félagið en Vísir segir frá.

Mögulega verða skiptin tilkynnt síðar í dag.

Það hefur verið furðuleg atburðarás í málum Gylfa síðustu daga en ljóst hefur verið að hann vill fara frá Val. Hlíðarendafélagið tók tilboðum frá Breiðabliki og Víkingum í hann, en svo virðist sem hann hafi ákveðið að velja Víking.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður endanlegt verð fyrir Gylfa um 20 milljónir króna, rétt undir því. Upp á það hljómuðu tilboðin sem Valur samþykkti.

Gylfi er 35 ára og á eitt tímabil að baki með Val en hann gekk í raðir félagsins eftir að hafa spilað með Lyngby í Danmörku eftir að hafa verið fjarverandi frá fótboltanum.
Athugasemdir
banner
banner