Breiðablik og Víkingur berjast um Gylfa Þór Sigurðsson en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net ætti að skýrast í dag hver framtíð hans verður.
Það hefur verið furðuleg atburðarás í málum Gylfa síðustu daga en ljóst hefur verið að hann vill fara frá Val. Hann mun fá ósk sína uppfyllta því Valur tók tilboðum Breiðabliks og Víkings í hann, eins og Vísir greindi frá í morgun.
Það hefur verið furðuleg atburðarás í málum Gylfa síðustu daga en ljóst hefur verið að hann vill fara frá Val. Hann mun fá ósk sína uppfyllta því Valur tók tilboðum Breiðabliks og Víkings í hann, eins og Vísir greindi frá í morgun.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður endanlegt verð fyrir Gylfa um 20 milljónir króna, rétt undir því. Upp á það hljómuðu tilboðin sem Valur samþykkti.
Breiðablik og Víkingur keppa um undirskrift Gylfa og ætti að vera ljóst í dag í hvort félagið hann fer.
Gylfi er 35 ára og á eitt tímabil að baki með Val en hann gekk í raðir félagsins eftir að hafa spilað með Lyngby í Danmörku eftir að hafa verið fjarverandi frá fótboltanum.
Athugasemdir