Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 18. febrúar 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig mun lið Víkings líta út eftir komu Gylfa?
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru heldur betur að styrkja sig.
Víkingar eru heldur betur að styrkja sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi og fyrrum Víkingurinn Logi Tómasson.
Gylfi og fyrrum Víkingurinn Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi í leik með Val síðasta sumar.
Gylfi í leik með Val síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi og Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Gylfi og Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson virðist vera að ganga í raðir Víkings. Hann hefur náð samkomulagi við félagið.

Það er óhætt að segja að þessi skipti geri Víkinga að líklegasta liðinu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn næsta sumar. Á sínum degi er Gylfi nefnilega langbesti leikmaður Bestu deildarinnar.

Koma Gylfa mun styrkja Víkingsliðið til muna en liðið getur teflt fram ansi sterku byrjunarliði með hann innanborðs.

Þetta er fyrsta útgáfan af liðinu sem Víkingar gætu teflt fram; 4-3-3 með Gylfa inn á miðsvæðinu ásamt Pablo Punyed og Aroni Elís Þrándarsyni. Þetta er miðja sem væri erfitt að komast fram hjá.



Víkingar stilltu þá nokkrum sinnum upp í 4-4-2 síðasta sumar en það er kerfi sem Gylfi þekkir vel úr landsliðinu.



Svo eru fleiri möguleikar í boði. Þrátt fyrir að hafa misst Gísla Gottskálk Þórðarson og Danijel Dejan Djuric, þá er breiddin gríðarleg hjá Víkingum fyrir framhaldið, og sérstaklega með komu Gylfa. Þeir gætu stillt upp í mjög áhugavert lið í þriggja manna vörn eins og sjá má hér fyrir neðan.



Þetta eru svo sannarlega áhugaverð skipti og ein þau stærstu í sögu íslenska fótboltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner