ÍA heldur áfram að sækja unga leikmenn þennan veturinn því í dag var greint frá því að Jón Viktor Hauksson væri genginn í raðir félagsins. Jón Viktor er fæddur árið 2009 og kemur frá Haukum.
Hann er uppalinn hjá Haukum og hefur stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki. Hann spilaði tvo leiki í 2. deild síðasta sumar og einn leik í Fótbolti.net bikarnum. Í þeim leik, sem var gegn Selfossi, skoraði Jón Viktor sitt fyrsta meistaraflokksmark.
Hann er uppalinn hjá Haukum og hefur stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki. Hann spilaði tvo leiki í 2. deild síðasta sumar og einn leik í Fótbolti.net bikarnum. Í þeim leik, sem var gegn Selfossi, skoraði Jón Viktor sitt fyrsta meistaraflokksmark.
„Jón Viktor er tæknilega öflugur miðjumaður, gríðarlega efnilegur og hefur verið hluti af unglingalandsliðum Íslands. Þar á meðal 3 leiki fyrir U15 ára landslið Íslands," segir í tilkynningu ÍA. Jón Viktor hefur verið í æfingahópum U16 í vetur.
ÍA hafði fyrr í vetur fengið tvo unglingalandsliðsmenn, þá Brynjar Óðinn Atlason frá Hamri og Daníel Michal Grzegorzsson frá KFA. Þá fékk ÍA Jón Sölva Símonarsson á láni frá Breiðabliki.
Athugasemdir