Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. mars 2020 21:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sóli: Stjórn 'samfélagsins' einblínir á að koma þegnum í gegnum óvissuna
Mynd: Úr einkasafni
Sóli Hólm var á línunni í gær og ræddi við Andra Geir Gunnarsson og Vilhjálm Frey Hallsson í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá.

Sóli var spurður út í stöðuna en hann er landsþekktur sem formaður Liverpool samfélagsins. Eins og flestir vita þá er ekki leikið þessa stundina í flestum löndum heims vegna kórónaveirunnar. Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og þrátt fyrir að 99% líkur séu á því að liðið vinni deildina þá er það ekki enn orðið tölfræðilega öruggt.

Ef mótinu væri hætt í dag þá er ólíklegt að Liverpool yrði skráð sem Englandsmeistari.

„Þetta eru fáránlegir tímar. Það reynir heldur betur á formanninn núna. Það er nagandi óvissa um hvað verður. Sem formaður verður maður að vera sterkur en þetta tekur verulega á."

„Maður passar sig að sofa vel til að vera til staðar fyrir samfélagið. Ég er ekki að pæla í neinu öðru en þessu. Ég fór á leikinn gegn Atletico en var fljótur að jafna mig á þeim vonbrigðum. Um leið og þeim leik lauk kom í ljós að allt annað er í uppnámi."

„Það er það sem við í samfélaginu og sérstaklega við í stjórninni erum að einblína á. Hvernig við getum komið okkar þegnum í gegnum þetta óvissu ástand. Á meðan ekkert er vitað þá er ég með mína veikustu menn á línunni og passa mig að hlúa að svoleiðis karakterum,"
sagði Sóli við Steve Dagskrá.

Þátt gærdagsins má hlusta á hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner