Arsenal saxaði á Liverpool í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn um helgina. Liverpool lék í deildabikarnum gegn Newcastle á meðan Arsenal lagði granna sína, Chelsea. Manchester United á flesta fulltrúa í liðinu eða þrjá talsins.
Troy Deeney, sérfræðingur BBC, er búinn að velja úrvalslið umferðarinnar.
Troy Deeney, sérfræðingur BBC, er búinn að velja úrvalslið umferðarinnar.
Smelltu hér til að sjá fyrri lið vikunnar í vetur
Markvörður: Mark Flekken (Brentford) - Átti nokkrar mikilvægar vörslur í sigrinum gegn Bournemouth. Hann er mjög góður markmaður sem hefur staðið sig vel í vetur.
Varnarmaður: Jake O'Brien (Everton) - Fær ekki mikið kredit en hefur sannarlega stigið upp eftir að Moyes gaf honum traustið. Hann hefur staðið sig mjög vel og skoraði jöfnunarmarkið gegn West Ham.
Varnarmaður: Matthijs de Ligt (Man Utd) - Alltaf að bæta sig í leiðtogahlutverki í þessu United liði. Hann bjargaði frábærlega í stöðunni 1-0 í leiknum. Sýnt góða frammistöðu að undanförnu.
Varnarmaður: Calvin Bassey (Fulham) - Fær ekki sama hrósið og félagi sinn Andersen í vörninni. Bassey stóð sig vel um helgina.
Varnarmaður: Pervis Estupinan (Brighton) - Skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu gegn City. Átti góðan leik sóknarlega og fór reglulega framhjá andstæðingum sínum, frábær leikur hjá honum.
Miðjumaður: Bruno Fernandes (Man Utd) - Lykilmaður í liði United, lagði upp tvö og skoraði eitt. Þegar liðið verður betra þá verður Bruno enn betri. Magnaður að undanförnu.
Miðjumaður: Omar Marmoush (Man City) - Verður City liðinu mjög mikilvægur í náinni framtíð og á næsta tímabili. Hann er kraftmikill og ógnandi, vill fá boltann og mun bara verða betri.
Miðjumaður: Christian Nörgaard (Brentford) - Er hjartsláttur liðsins og hefur komið með mikilvæg mörk. Engin flugeldasýning en gæðin eru mikil.
Sóknarmaður: Alejandro Garnacho (Man Utd) - Fyrsta markið í 24 leikjum, virkilega vel klárað. Hann þurfti ekki að skoða hvar hann var, heldur vissi það. Hann var áræðinn og hefur verið að standa sig betur og betur að undanförnu.
Sóknarmaður: Anthony Elanga (Nottingham Forest) - Man Utd væri til í að hafa hann í dag. Hann er búinn að vera frábær. Skoraði tvö mögnuð mörk um helgina og sjálfstraustið lekur af honum.
Athugasemdir