Þýski fótboltasnillingurinn Jürgen Klopp hefur verið orðaður við þjálfarastörfin hjá Real Madrid og brasilíska landsliðinu upp á síðkastið.
Klopp hætti þjálfun fyrir tæpu ári síðan og tók við starfi sem yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull samsteypunni risastóru.
„Jürgen er mjög ánægður með sitt nýja hlutverk sem yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull. Hann er hamingjusamur og einbeittur að því starfi," segir Marc Kosicke, umboðsmaður Klopp.
Útlit er fyrir að Carlo Ancelotti verði látinn fara frá Real Madrid, nema honum takist að sigra bæði spænsku deildina og bikarinn eftir að hafa tapað gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Ancelotti er talinn líklegastur til að taka við starfinu hjá Brasilíu.
Athugasemdir