Grótta hefur náð samkomulagi við Breiðablik um að fá Karl Friðleif Gunnarsson að láni frá Breiðabliki fyrir átökin í Pepsi Max-deildinni á komandi keppnistímabili.
Hinn 18 ára gamli Karl Friðleifur getur bæði spilað sem bakvörður og kantmaður.
Hinn 18 ára gamli Karl Friðleifur getur bæði spilað sem bakvörður og kantmaður.
Hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands í gegnum tíðina, en hann hefur leikið samtals 27 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 7 mörk.
Karl steig sín fyrstu skref í efstu deild sumarið 2018, en þá kom hann við sögu í tveimur leikjum Breiðabliks undir stjórn Ágústar Gylfasonar sem er í dag þjálfari Gróttu.
Síðastliðið sumar spilaði Karl Friðleifur tvo leiki með Breiaðabliki í Pepsi Max-deildinni.
„Karl Friðleifur er frábær viðbót við ungt og spennandi lið Gróttu, sem hefur leik í Pepsi max deild karla þann 14. júní næstkomandi, í fyrsta sinn í sögu félagsins," segir í tilkynningu frá Gróttu en liðið mætir Breiðabliki í 1. umferðinni.
Karl Friðleifur er annar leikmaðurinn sem bætist við hópinn frá Gróttu síðan á síðasta tímabili en félagið hafði áður fengið sóknarmanninn Ágúst Frey Hallsson frá ÍR.
Kemst Karl í þitt lið í Draumaliðsdeild Eyjabita?
Athugasemdir