Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 18. maí 2020 11:08
Magnús Már Einarsson
Karl Friðleifur í Gróttu á láni (Staðfest)
Karl Friðleifur og Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu.
Karl Friðleifur og Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu.
Mynd: Grótta
Grótta hefur náð samkomulagi við Breiðablik um að fá Karl Friðleif Gunnarsson að láni frá Breiðabliki fyrir átökin í Pepsi Max-deildinni á komandi keppnistímabili.

Hinn 18 ára gamli Karl Friðleifur getur bæði spilað sem bakvörður og kantmaður.

Hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands í gegnum tíðina, en hann hefur leikið samtals 27 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 7 mörk.

Karl steig sín fyrstu skref í efstu deild sumarið 2018, en þá kom hann við sögu í tveimur leikjum Breiðabliks undir stjórn Ágústar Gylfasonar sem er í dag þjálfari Gróttu.

Síðastliðið sumar spilaði Karl Friðleifur tvo leiki með Breiaðabliki í Pepsi Max-deildinni.

„Karl Friðleifur er frábær viðbót við ungt og spennandi lið Gróttu, sem hefur leik í Pepsi max deild karla þann 14. júní næstkomandi, í fyrsta sinn í sögu félagsins," segir í tilkynningu frá Gróttu en liðið mætir Breiðabliki í 1. umferðinni.

Karl Friðleifur er annar leikmaðurinn sem bætist við hópinn frá Gróttu síðan á síðasta tímabili en félagið hafði áður fengið sóknarmanninn Ágúst Frey Hallsson frá ÍR.

Kemst Karl í þitt lið í Draumaliðsdeild Eyjabita?
Athugasemdir
banner
banner
banner