Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
41 árs Reina til Como (Staðfest)
Mynd: EPA
Pepe Reina, fyrrum markvörður Napoli og Liverpool, hefur samið við ítalska félagið Como sem er nýliði í ítölsku A-deildinni.

Reina hefur verið hjá Villarreal undanfarin tvö tímabil en samningur hans rann út í júní.

Rein er 41 árs og hefur á löngum ferli varið mark Barcelona, Villareal, Liverpool, Napoli, Bayern Munich, AC Milan, Aston Villa og Lazio.

Hann var þrisvar á ferlinum valinn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar og lék 36 landsleiki fyrir Spán. Hann vann með 2010 og EM 2018 og 2012.

Cesc Fabregas stýrir Como en liðið hafnaði í öðru sæti ítölsku B-deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner