Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leny Yoro: Ekki eðlilegur 18 ára leikmaður
Er að ganga í raðir Manchester United
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Er á leið til Manchester United.
Er á leið til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Var lykilmaður hjá Lille á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera 18 ára gamall.
Var lykilmaður hjá Lille á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera 18 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Það verður fróðlegt að fylgjast með Yoro í enska boltanum.
Það verður fróðlegt að fylgjast með Yoro í enska boltanum.
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn Leny Yoro er að ganga í raðir Manchester United. Enska félagið náði samkomulagi við franska félagið Lille um kaupverð en United greiðir meira en 50 milljónir punda fyrir Frakkann.

Fjallað hefur verið um að Real Madrid hafi verið draumaáfangastaður Yoro en United hefur unnið að því að sannfæra hann - undir handleiðslu nýrra stjórnenda - um að koma til Englands. Það virðist hafa tekist núna en Yoro fór í læknisskoðun hjá Man Utd í gær.

En af hverju er Yoro svona eftirsóttur af stærstu félögum í heimi? Ástæðan er líklega helst að þarna er ekki eðlilegur 18 ára leikmaður á ferðinni og þarna er leikmaður sem er með gríðarlegt svigrúm til að verða alveg rosalega góður. Og hann er mjög góður nú þegar.

Lille er stóra sögu í því að skapa unga og efnilega leikmenn sem ná svo langt á sínum ferli. Eden Hazard, Benjamin Pavard, Lucas Digne og Franck Ribery eru nokkrir þeirra leikmanna sem hafa komið úr frægri akademíu félagsins. En enginn þeirra kom upp eins ungur og Yoro.

Yoro var aðeins 16 ára þegar hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en hann kom upp þegar staðan innan félagsins var ekki sérlega góð. Jocelyn Gourvennec, sem var stjóri Lille á þeim tíma, sagði að Yoro hefði verið nánast fullkominn leikmaður þegar hann kom upp í aðalliðið. Hann hafi rætt við eldri leikmenn í liðinu um Yoro og þeir hafi allir sagt að hann yrði fljótlega mikilvægur leikmaður.

Gourvennec segir að það mikilvægasta við Yoro sé það að hann er alltaf viljugur að læra og að hann sé ótrúlega góður að hlusta. Tveimur árum eftir að hann fékk sitt fyrsta tækifæri, þá er hann orðinn mikilvægur leikmaður í Lille en hann spilaði 32 deildarleiki fyrir Lille á síðustu leiktíð. Enginn spilaði fleiri mínútur fyrir Lille á síðasta tímabili og því er reglulega hrósað hversu þroskaður leikmaður hann er.

„Það er ekki eðlilegt að vera með 18 ára leikmann eins og Leny, sem er eins þroskaður í leik sínum og með eins mikla tæknilega hæfileika," sagði Paulo Fonseca, stjóri Lille á síðasta tímabili. „Að mínu mati verður hann einn besti miðvörður Frakklands og Evrópu."

Yoro er tæknilega góður, með frábært sendingarhlutfall, hann er stór og sterkur, og með mikinn hraða. Hann hefur nánast allan pakkann en hann er 18 ára og hefur en hluti til að bæta í sínum leik. Gourvennec segir að ef Yoro geti bætt eitthvað, þá er það einbeiting. „Það mikilvægasta fyrir hann núna er að halda einbeitingu þegar hann spilar."

Horfandi á Yoro, þá hefur hann efni á því að bæta á sig nokkrum kílóum til að takast á við líkamlegan styrk ensku úrvalsdeildarinnar.

Það er eðlilegt að hann geti bætt ýmislegt og hann á eftir að gera mistök, en Yoro hefur alla burði til að verða einn besti miðvörður í heimi. United er þarna að kaupa leikmann sem getur farið alla leið á toppinn. Í Frakklandi hefur honum verið líkt við Raphael Varane, fyrrum varnarmann Man Utd, og líka William Saliba, miðvörð Arsenal. Núna eru væntingarnar þær að Yoro verði næsti stóri miðvörðurinn frá Frakklandi.

„Hjá Marseille þekkti ég Boubacar Kamara og hjá Saint-Etienne þekkti ég William Saliba og Wesley Fofana. Núna er það Leny Yoro. Hann hefur gæðin og eiginleikana til að gera eitthvað risastórt. Hann er mjög hógvær og það er annar styrkleiki," sagði Remy Cabella sem spilað hefur með Yoro hjá Lille en það verður spennandi að sjá þennan unga miðvörð í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner