Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. ágúst 2022 13:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Casemiro segir frá rosalegu tilboði - Ekki búinn að ákveða sig
Casemiro.
Casemiro.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro er búinn að láta liðsfélaga sína hjá Real Madrid vita af því að hann sé með risastórt tilboð á borðinu frá Manchester United.

Spænski fjölmiðlamaðurinn Guillem Balague greinir frá þessum tíðindum.

Manchester United vill fá brasilíska miðjumanninn Casemiro frá Real Madrid og hefur gert tilboð upp á um 60 milljónir punda.

Casemiro er einn besti varnartengiliður heims og Erik ten Hag, stjóri Man Utd, vill fá hann til að leysa vandræðin á miðsvæði United.

Balague segir að Casemiro sé búinn að greina liðsfélögum sínum í Real Madrid frá stöðunni og því rosalega tilboði sem hann er búinn að fá frá Man Utd. Hann er samt sem áður ekki búinn að ákveða hvað hann ætli að gera.

Þessi þrítugi leikmaður verður einn launahæsti leikmaður United ef hann ákveður að ganga í raðir félagsins. Enska félagið er sagt tilbúið að tvöfalda laun hans og gefa honum fimm ára samning. Hann verði þá hjá félaginu á stórum launum þangað til hann verður 35-36 ára ef hann ákveður að skipta yfir.

Sjá einnig:
Verður United í fallbaráttu? - „Drullulélegir og líka drullusama"
Athugasemdir
banner