Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 18. ágúst 2022 12:32
Fótbolti.net
Verður United í fallbaráttu? - „Drullulélegir og líka drullusama"
Lisandro Martinez.
Lisandro Martinez.
Mynd: Getty Images
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: EPA
Þetta tímabil hefur byrjað skelflilega hjá Man Utd.
Þetta tímabil hefur byrjað skelflilega hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw.
Luke Shaw.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Það er ekki mikil gleði innan félagsins.
Það er ekki mikil gleði innan félagsins.
Mynd: EPA
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Manchester United situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir. Liðið er búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum, gegn Brighton og Brentford.

United tapaði um síðustu helgi gegn Brentford, 4-0. Liðið var kjöldregið.

Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Steinke fengu Stefán Martein Ólafsson stuðningsmann Chelsea í hlaðvarpsþáttinn Enski boltinn fyrr í þessari viku. Þar var rætt um þessa byrjun Man Utd.

„Ég hélt að þetta yrði mjög gaman en ég er farinn að vorkenna þeim," sagði Stefán.

„Maður er búinn að heyra þetta nokkrum sinnum, að fólk sé farið að vorkenna Man Utd. Þetta er ekkert eðlilega lélegt," sagði Gummi þá.

„Jesús, hvað þetta er lélegt," sagði Stefán. „David de Gea leit ekkert eðlilega illa út þarna."

„Þetta var hreinasta hörmung, það þarf ekkert að skafa af þessu. Þessir gæjar - án gríns - það er svo mikið að þarna. Ég held að þeir vorkenni sjálfum sér svo mikið. Það er mjög mikið vandamál. Þeir eru að spila fyrir United," sagði Sæbjörn. „Úff, að horfa á þetta drasl maður."

„Um leið og þeir fá á sig fyrsta markið þá er þetta bara búið," sagði Gummi en það er enginn karakter í þessu hjá United, þeir eru bara sigraðir eftir hvert tapið á fætur öðru. Liðið endaði síðasta tímabil hörmulega og byrjar þessa leiktíð eins.

Getur ekki spilað sem miðvörður í úrvalsdeildinni
Lisandro Martinez, lágvaxni Argentínumaðurinn, er einn af þremur leikmönnum sem Man Utd hefur fengið til sín í sumar. Hann hefur spilað miðvörð í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en er engan veginn fær um að gera það í ensku úrvalsdeildinni.

„Thomas Frank, stjóri Brentford, talaði um að þeir hefðu verið meðvitaðir um að vinstri hlið varnarlínunnar hjá Man Utd væri veikleiki í loftinu, bæði Luke Shaw og sérstaklega Martinez," sagði Sæbjörn.

„Seinni boltinn inn á teig var veisla fyrir þá. De Gea hreyfist ekki af línunni."

„Þegar De Gea er hættur að verja skot, hvaða gagn gerir hann þá?" spurði Gummi. „Þá gerir hann allt verra því það er ekkert annað," sagði Sæbjörn.

Segja má að Erik ten Hag, nýr stjóri Man Utd, hafi á einhvern hátt fallið á prófinu í fyrstu tveimur leikjunum því Brighton og Brentford fundu svipaða veikleika á liði United og nýttu sér þá til hins ítrasta.

„Það var augljóst leikplan hjá Brentford. Þeir sendu hann langt og hátt með Ivan Toney fremst á vellinum. Hann er sterkur. Lisandro Martinez og Luke Shaw áttu ekki breik," sagði Gummi.

„Martinez getur ekki spilað sem miðvörður í úrvalsdeildinni. Ekki í fjögurra manna vörn og ekki á móti langflestum liðum deildarinnar. Kannski getur hann það á móti liði eins og Arsenal sem ekki mjög hávaxið og líkamlega sterkt. Ég gæti séð hann virka sem djúpur miðjumaður," sagði Sæbjörn.

„Ég sé það líka. Hann getur kannski spilað sem miðvörður í Hollandi, en það er munur á hollenska og enska boltanum," sagði Gummi. „Þú þarft að vera með Raphael Varane í þessu liði. Önnur lið eru að fara að 'targeta' þetta."

Sæbjörn talaði líka um að þetta væri búið spila með Luke Shaw í vinstri bakverðinum, þetta væri ekki nægilega gott. Hann væri gjörsamlega búinn og það ætti líka við um fleiri leikmenn í þessu liði. Það þyrfti að endurnýja.

„Shaw er búið, De Gea er búið og Ronaldo hjá Man Utd er búið. Takk fyrir allt en þetta er fínt," sagði Sæbjörn. „Þetta er bara komið gott. Núna er kominn tími á nýtt og ferskt. Ekki Jamie Vardy og Marko Arnautovic," sagði Gummi.

„Svo er líka stór hausverkur þegar Jadon Sancho og Marcus Rashford geta leik eftir leik ekki getað neitt. Það er mjög góð útskýring af hverju þeir eru alltaf inn á. Það er ekkert á bekknum," sagði Sæbjörn.

Opna hjartaaðgerðin
Hópurinn hjá United er á slæmum stað og andinn er ekkert sérlega góður. Portúgalinn Bruno Fernandes, sem fór gríðarlega vel af stað hjá United, er gott dæmi um það. Hann hefur lítið getað upp upp á síðkastið og spilar núna yfirleitt mjög pirraður.

„Líka það, þegar allt fer í vaskinn þá ertu með Bruno Fernandes með hangandi haus og pirraður út í allt og alla," sagði Sæbjörn. „Djöfull er ég orðinn þreyttur á þeim gæja," sagði Gummi þá. „Það er enginn að rífa menn í gang þarna... þetta er bara hangandi haus og í rugli," sagði Sæbjörn.

„Það var ekki nóg með að menn voru drullulélegir í þessum leik, þeim var líka drullusama og þeir voru ekkert að hlaupa. Það er ófyrirgefanlegt miðað við hvað þessir menn eru að fá mikið borgað í hverri viku," sagði Gummi.

Ralf Rangnick sem var bráðabirgðastjóri Manchester United á síðustu leiktíð talaði um opna hjartaaðgerð og tíu nýja leikmenn. Það þyrfti að endurnýja hópinn. Rangnick, sem er þekktur fyrir það að byggja upp leikmannahópa, átti að vera í sérstöku ráðgjafahlutverki en hann var látinn fara. Hann og Ten Hag náðu ekki sérlega vel saman, og var þetta ekki sérlega vel planað hjá þeim sem stjórna hjá félaginu - eins og svo margt annað á síðustu árum.

„Sá maður hafði rétt fyrir sér. Hann var í kringum þennan hóp í einhverja fimm, sex mánuði. Leikmenn þoldu hann ekki en hann hafði rétt fyrir sér. United - þetta skynsama félag (kaldhæðni) - henti honum svo bara í burtu."

Félagaskiptaglugginn hjá félaginu hefur verið skelfilegur í sumar, hann hefur verið illa planaður og núna eru menn farnir að panikka. Talað er um að United hafi verið að gera 60 milljón punda tilboð í Casemiro, þrítugan miðjumann Real Madrid. Ofan á það ætlar félagið að bjóða honum fimm ára samning og himinhá laun.

„Félagið er á ótrúlega vondum stað innan sem utan vallar... þetta er allt rotið og ömurlegt," sagði Gummi en hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan. Rætt var um það hvort United gæti verið í fallbaráttu á þessu tímabili en næsti leikur liðsins er gegn erkifjendunum í Liverpool á mánudagskvöld.

Sjá einnig:
Ekki skrítið að Glazer-fjölskyldan sé svona óvinsæl
Enski boltinn - Sumir gengu of langt
Athugasemdir
banner
banner
banner