Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. janúar 2022 20:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin: Egyptar áfram eftir nauman sigur
William Troost-Ekong
William Troost-Ekong
Mynd: Getty Images
Egyptaland er komið áfram í 16 liða úrslit Afríkumótsins eftir nauman sigur á Súdan.

Leikurinn endaði 1-0 en Mohamed Abdelmonem skoraði eina markið með skalla eftir hornspyrnu. Egyptar hafa ekki verið sannfærandi á mótinu til þessa en fer þó áfram upp úr riðlinum með sex stig úr þremur leikjum.

Liðið fer upp úr D-riðli ásamt Nígeríu sem var búið að tryggja sér sætið fyrir leiki kvöldsins. Nígería lagði Gíneu-Bissá 2-0. Umar Sadiq kom Nígeríu yfir eftir sendingu frá Kelechi Iheanacho.

William Troost-Ekong miðvörður Watford bætti öðru markinu við þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Guinea Bissau 0 - 2 Nigeria
0-1 Umar Sadiq ('56 )
0-2 William Ekong ('75 )

Egypt 1 - 0 Sudan
1-0 Mohamed Abdel Monem ('35 )
Athugasemdir
banner
banner