Greint var frá því í síðustu viku að kýpverska félagið Apollon Limassol bauð í Hólmar Örn Eyjólfsson leikmann Rosenborg.
Apollon er í harðri titilbaráttu í kýpversku deildinni, situr sem stendur í þriðja sæti deildarinnar.
Apollon er í harðri titilbaráttu í kýpversku deildinni, situr sem stendur í þriðja sæti deildarinnar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður ekkert úr því að Hólmar fari til Kýpur. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Rosenborg og að fara til Kýpur væri ekki nægilega spennandi til að fara frá fjölskyldunni sem flutt er til Íslands.
Ósk Hólmars er að spila á Íslandi næsta tímabil en það er ekki orðið ljóst með hvaða félagi eða hvort Rosenborg hleypi honum til Íslands.
„Fjölskyldan er flutt heim, konan fékk góða vinnu og auðvitað vill maður vera með fjölskyldu sinni. Á sama tíma finn ég að ég er ennþá í góðu formi, langar að spila í einhver ár í viðbót. Maður þarf að hugsa þetta vel í hvaða átt maður fer með þetta," sagði Hólmar í viðtali í nóvember.
Sjá einnig:
Fjölskylda Hólmars flutt til Íslands - „Þarf að hugsa þetta vel"
Athugasemdir