fös 14. janúar 2022 10:59
Elvar Geir Magnússon
Apollon Limassol með tilboð í Hólmar
Hólmar spilaði nítján landsleiki fyrir Ísland en ákvað í fyrra að hætta að gefa kost á sér.
Hólmar spilaði nítján landsleiki fyrir Ísland en ákvað í fyrra að hætta að gefa kost á sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Apollon Limassol, eitt sigursælasta félagið á Kýpur, hefur gert tilboð í varnarmanninn Hólmar Örn Eyjólfsson hjá Rosenborg í Noregi. Liðið er í harðri titilbaráttu í kýpversku deildinni, situr sem stendur í þriðja sæti.

433.is greindi frá áhuga á Hólmari og mbl.is segir að tilboð sé til skoðunar.

Hólmar er 31 árs og hefur verið þrettán ár í atvinnumennsku. Hann hefur verið orðaður við heimkomu og talað um áhuga FH og Vals.

„Ég á tvö ár eftir af samningi eftir þetta tímabil og ég er ekki alveg 100% á því hver framtíðin verður með það. Ég þarf að setjast niður með Rosenborg eftir tímabilið og skoða þau mál. Staðan er þannig að ég er með tveggja ára samning hérna og maður planar eftir því," sagði Hólmar í viðtali við Fótbolta.net i nóvember.

Er Ísland að kalla á þig núna? „Fjölskyldan er flutt heim, konan fékk góða vinnu og auðvitað vill maður vera með fjölskyldu sinni. Á sama tíma finn ég að ég er ennþá í góðu formi, langar að spila í einhver ár í viðbót. Maður þarf að hugsa þetta vel í hvaða átt maður fer með þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner