Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 19:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Erum versta lið í sögu Manchester United"
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur tapað sex af fyrstu tólf heimaleikjum sínum í úrvalsdeildinni á þessu tímabili eftir tap gegn Brighton í dag.

Það þarf að fara aftur til ársins 1893 til að finna álíka marga tapleiki hjá liðinu en þá tapaði liðið sjö leikjum.

Ruben Amorim tók við af Erik ten Hag í nóvember en gengi liðsins hefur alls ekki verið gott undir hans stjórn.

„Ég veit að við höfum unnið tvo af síðustu tíu leikjum. Ímyndið ykkur hvernig það er fyrir stuðningsmennina og mig. Þeir fá nýjan stjóra sem tapar fleiri leikjum en síðasti stjóri. Ég veit það vel en eins og ég hef sagt þá mun ég ekki breyta neinu, sama hvað," sagði Amorim.

Amorim ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi og gaf þeim fyrirsögn þegar hann sagði að þetta Man Utd lið væri það versta í sögu félagsins.

„Ég er ekki barnalegur, við þurfum að komast í gegnum þetta. Við erum versta liðið í sögu Manchester United. Ég veit að þið viljið fyrirsagnir en ég er að segja þetta því við þurfum að viðurkenna það og breyta því," sagði Amorim.


Athugasemdir
banner
banner
banner