Brighton var að taka forystuna gegn Manchester United á Old Trafford en markið gerði Yankuba Minteh á 5. mínútu leiksins.
Carlos Baleba átti fallegan langan bolta á vinstri vænginn á Kaoru Mitoma sem fór bakvið Noussair Mazraoui og var allt í einu sloppinn í gegn.
Hann hljóp með boltann inn í teiginn áður en hann lagði hann á fjær á Minteh sem skoraði nokkuð örugglega.
Mazraoui í miklu basli í vængbakverðinum og verið fremur slakur í síðustu leikjum.
Man Utd hefur verið á ágætis siglingu en það verður áhugavert að sjá hvernig liðið bregst við þessu mótlæti.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir