Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. mars 2021 07:00
Victor Pálsson
Bull að Van de Beek hafi beðið um sölu
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek hefur ekki beðið um sölu frá Manchester United að sögn Frank de Boer, landsliðsþjálfara Hollands.

Það er oft fjallað um Van de Beek í enskum miðlum en hann kom til Man Utd í sumar og fær afar takmarkað að spila undir Ole Gunnar Solskjær.

Talað hefur verið um að Van de Beek leitist eftir því að yfirgefa enska liðið sem fyrst en þær fréttir eru ekki réttar að sögn De Boer.

Van de Beek kom frá Ajax síðasta sumar en hann kostaði Man Utd 40 milljónir punda.

„Ég hef rætt við Ajax og þeir segja að það sé ekkert til í þessu. Hann hefur ekki rætt við þá," sagði De Boer við TalkSport.

„Hann einbeitir sér að því að jafna sig af ökklameiðslum og það er ekki rétt að hann hafi beðið um sölu frá Manchester United."

„Umboðsmaður hans sagði mér einnig að hann væri ekki ánægður þar sem hann er ekki að spila. Hann hefur aðeins byrjað tvo leiki og það er ekki það sem hann vonaðist eftir."

„Hann hefur þó engar áhyggjur, auðvitað vill hann byrja alla leiki. Hann hefur ekki áhyggjur af því að ná ekki árangri."
Athugasemdir
banner
banner