Stjarnan 1 - 0 Valur
1-0 Adolf Daði Birgisson ('45+4)
Rautt spjald: Bjarni Mark Antonsson, Valur ('38)
1-0 Adolf Daði Birgisson ('45+4)
Rautt spjald: Bjarni Mark Antonsson, Valur ('38)
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Valur
Stjarnan var að vinna sinn fyrsta leik á deildartímabilinu í Bestu deild karla og kom sigurinn gegn stórliði Vals.
Liðin mættust á Samsungvellinum í Garðabæ og var mikið fjör í fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu færi til að skora.
Valsarar misstu Bjarna Mark Antonsson af velli með verðskuldað rautt spjald á 38. mínútu. Bjarni hafði fengið gult spjald skömmu fyrr og fór í heimskulega tæklingu til að vinna sér inn seinna gula.
Kristinn Freyr Sigurðsson var brjálaður út í liðsfélaga sinn fyrir þetta heimskulega brot og fékk gult spjald að launum frá Erlendi Eiríkssyni dómara fyrir að hrauna yfir Bjarna.
Stjarnan nýtti sér liðsmuninn og tók að sækja stíft undir lok fyrri hálfleiks. Sóknarþunginn skilaði sér með marki seint í uppbótartímanum, þegar Adolf Daði Birgisson skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Hilmari Árna Halldórssyni.
Síðari hálfleikur var rólegri en sá fyrri þar sem tíu Valsarar áttu erfitt með að skapa sér færi gegn Garðbæingum, sem sigldu sigrinum í höfn.
Lokatölur urðu 1-0 fyrir Stjörnuna sem er komin með þrjú stig eftir þrjár umferðir. Valur er með fjögur stig.
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Vals og átti nokkrar skottilraunir en tókst ekki að skora.
Athugasemdir