Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. júní 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur Theódór spáir í 1. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Pétur Theódór skoraði 15 mörk þegar Grótta vann 1. deildina í fyrra.
Pétur Theódór skoraði 15 mörk þegar Grótta vann 1. deildina í fyrra.
Mynd: Hulda Margrét
Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis.
Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Fyrsta umferðin klárast svo með öðrum þremur leikjum. Spennan mikil og má ætla að deildin verði mjög spennandi í ár.

Pétur Theódór Árnason, sóknarmaður Gróttu, fékk það verkefni að spá í fyrstu umferð deildarinnar. Pétur var frábær í liði Gróttu sem vann deildina í fyrra og var hann markahæsti leikmaður deildarinnar, ásamt Helga Guðjónssyni, með 15 mörk.

Þór 1 - 1 Grindavík (18:00 í kvöld)
Grindavík byrjar á erfiðasta útivellinum í Lengjunni og nær í stig. Grindvíkingar byrjar sterkt og komast yfir snemma. Hins vegar munu einstaklingsgæði Alvaro Montejo jafna leikinn og bæði liðin fara svekkt heim.

Keflavík 2 - 1 Afturelding (19:15 í kvöld)
Tvö ung og skemmtileg lið. Maggi Már með þjálfara-debut og Siggi Raggi mættur aftur, gerist varla betra. Þrátt fyrir að Mosfellingar muni líta helvíti vel út í leiknum, þá munu Keflvíkingar reynast of sterkir fyrir þá. Eitt er hins vegar víst, Andri Freyr skorar 100 prósent mark Eldingarinnar í leiknum.

Þróttur R. 2 - 3 Leiknir R. (20:00 í kvöld)
Þetta verður skemmtilegur leikur með fimm mörkum. Þróttarar mæta með sjálfstraust eftir góðan sigur á Vestra í bikarnum, Daði Bergs kemur Þrótti yfir með tveimur mörkum snemma leiks, en Hlynur aðstoðarþjálfari Leiknis tekur hárblásarann í hálfleik sem kveikir í hans mönnum. Leiknismenn koma til baka og vinna 2-3 en Hlynur tekur tryllinginn og fær rautt fyrir að sparka í alla brúsa Leiknismanna eftir sigurmarkið.

Fram 2 - 0 Leiknir F. (13:00 á morgun)
Framarar munu taka þennan leik frekar auðvelt í óspennandi leik þar sem þeir komast 2-0 yfir snemma leiks og halda síðan bara út í rólegheitunum.

Víkingur Ó. 4 - 3 Vestri (14:00 á morgun)
Leikur umferðarinnar klárlega þar sem mikið verður skorað í leiknum og lítill varnarleikur verður spilaður. Pétur Bjarna setur þrennu fyrir Vestra.

ÍBV 5 - 0 Magni (14:00 á morgun)
Held að flestir séu á þeirri blaðsíðu að ÍBV muni rúlla yfir þessa deild og munu þeir setja 'statement' strax í fyrstu umferð. Magnamenn eiga það til að byrja hægt þannig að Eyjamenn hlaða í flugeldasýningu og vinna að lokum 5-0 sigur. Magnamenn fara ekki að stressa sig fyrr en í seinni umferðinni, þá fara þeir að vinna sína sigra. Ætli Gary setji ekki 2-3 mörk.

Sjá einnig:
Svona er spáin fyrir Lengjudeild karla - Hlustaðu á upphitunarþáttinn
Athugasemdir
banner
banner