Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   mið 19. júní 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enn nokkrar vikur í lykilmenn Vestra - „Aðeins að birta til"
Eiður Aron Sigurbjörnsson haltraði af velli gegn HK í lok apríl.
Eiður Aron Sigurbjörnsson haltraði af velli gegn HK í lok apríl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði í viðtali við Fótbolta.net í gær að enn væru nokkrar vikur í að þeir Fatai Gbadamosi og Eiður Aron Sigurbjörnsson myndu snúa aftur á völlinn.

Eiður ristarbrotnaði í lok apríl og Fatai rifbeinsbrotnaði tveimur vikum síðar.

„Það eru nú einhverjar vikur í þá," sagði Davíð Smári.

Morten Ohlsen sneri hins vegar til baka úr meiðslum í gær eftir að hafa verið frá síðan í 1. umferð.

„Við fengum Morten til baka í dag, þannig það fer að birta til í því hjá okkur," sagði Davíð.

Andri Rúnar Bjarnason, framherji Vestra, var fjarri góðu gamni í gær vegna veikinda en hann gæti náð leiknum gegn Val.

Næsti leikur liðsins fer fram fram á Kerecis vellinum á Ísafirði. Valsmenn mæta þangað í heimsókn á laugardaginn.

„Það er búin að vera mikil bið eftir því. Loksins fáum við að spila á okkar heimavelli. Við fáum að minnka þessi ferðalög. Þetta er búið að vera mikið álag á hópinn, bæði líkamlega og andlega," sagði þjálfarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner