Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndir: Vestri mun loksins spila á heimavelli
Sætinu í Bestu deildinni fagnað síðasta haust.
Sætinu í Bestu deildinni fagnað síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri ætlar að spila sinn fyrsta heimaleik í efstu deild eftir átta daga þegar Valur kemur í heimsókn.

Til þessa hefur Vestri þurft að spila heimaleiki sína í Reykjavík, á heimavelli Þróttar, þar sem ekki hefur verið hægt að leggja gervigras á Kerecis völlinn fyrr en nú.

Það fer eftir veðurfari hvort og hvenær hægt sé að leggja gervigras og veðrið hefur ekki verið nægilega gott fyrr en nú.

Nú er verið að leggja gervigras á keppnisvöll Vestra og er búið að leggja það á þriðjung vallarins. Það stefnir í að það verði búið að klára framkvæmdirnar á þriðjudag og miðvikudag og stefnt er að því að Vestri geti æft á vellinum á fimmtudag.

Leikurinn gegn Val fer svo fram á vellinum þann 22. júní.
Athugasemdir
banner
banner