Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. júlí 2021 23:31
Brynjar Ingi Erluson
Everton staðfestir lögreglurannsókn á leikmanni
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur sent frá sér yfirlýsingu og staðfest að leikmaður á þeirra vegum sé sá sem var handtekinn á föstudag, grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Leikmaðurinn sem um ræðir er 31 árs gamall og giftur en hann var handtekinn á föstudag grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Lögreglan gerði húsleit og tók með sér muni frá heimilinu fyrr í mánuðnum áður en leikmaðurinn var færður til yfirheyrslu á föstudag. Honum var síðan sleppt gegn tryggingu síðar um kvöldið.

Ensku blöðin The Sun og Daily Mail greindu frá málinu í kvöld og sögðu frá því að leikmaðurinn spilaði í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Everton sent frá sér yfirlýsingu og staðfest að leikmaðurinn sé í herbúðum þeirra.

Yfirlýsing Everton:

„Everton getur staðfest að félagið hafi leyst leikmann aðalliðsins undan störfum á meðan lögreglurannsókn fer fram. Félagið mun halda áfram að aðstoða yfirvöld við rannsóknina og mun ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu
banner
banner
banner