Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   mán 19. september 2022 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Langar mjög mikið að spila fyrir Liverpool"

Joao Gomes er nafn sem fáir, ef einhver á Íslandi kannast við en þessi 21 árs gamli Brasilíumaður hefur verið orðaður við Liverpool og Manchester United að undanförnu.

Gomes er varnarsinnaður miðjumaður sem leikur með Flamengo í heimalandinu.


Gomes var með spurt og svara (e. Q&A) á samfélagsmiðli sínum þar sem hann var m.a. spurður út í áhuga Liverpool.

„Liverpool er lið sem ég myndi spila fyrir. Mig langar mjög mikið að spila fyrir þá. Minn helsti draumur er að spila í Meistaradeildinni," sagði Gomes.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner