Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. september 2022 20:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: 433.is 
Leikmaður KR gagnrýnir formanninn: Betra að mæta á leiki
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Mynd: Fótbolti.net

Kvennalið KR féll úr Bestu deildinni í gær en þær voru nýliðar eftir að hafa komist upp úr Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.


Það hefur skapast mikil umræða í kringum liðið eftir viðtal sem Rebekka Sverrisdóttir fyrirliði liðsins fór í hjá RÚV eftir leikinn. Þar gagnrýndi hún umgjörðina í kringum liðið.

„Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR. Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera." sagði Rebekka.

Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR var til viðtals hjá 433.is þar sem hann sagðist ekki vera alveg sammála þessu.

„Mér finnst fyrst og fremst vonbrigði að liðið skildi falla. Það er kannski eðlilegt að fólk pirri sig á hinu og þessu en ég er ekki sammála að öllu leyti þó að það megi gera betur í öllu, hvort það er í karla- eða kvennaboltanum," sagði Páll.

„Það getur komið fyrir bæði karla- og kvennamegin að vallarklukkan bili. Svo kom upp það óheppilega tilvik að það vantaði vallarþul á einn leik. Það er vissulega ekki nógu gott, en almennt hefur verið hugað vel að undirbúningi hjá bæði kvenna- og karlaliðinu. Ég held að þetta endurspeglist að einhverju leyti í pirringi yfir árangri liðsins, sem er allt í lagi.“

Hildur Björg Kristjánsdóttir leikmaður KR skaut föstum skotum á formanninn fyrir þessi ummæli og hvatti hann m.a. til að mæta á leiki liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner