Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta neitaði að svara spurningum um markvarðamálin
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta stjóri Arsenal sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en Arsenal er að fara að taka á móti PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Arteta vildi ekki svara neinum spurningum um markvarðamálin en Aaron Ramsdale var skyndilega settur á bekkinn í deildarleik gegn Everton á sunnudag og David Raya stóð milli stanganna. Arteta neitaði að ræða þetta mál þrátt fyrir að spurningin hafi verið ítrekuð.

Eins og staðan er núna virðist Arteta ekki vera með neinn fastan aðalmarkvörð.

Mikil spenna
Arsenal er að ljúka sex ára bið eftir þátttöku í Meistaradeildinni.

„Við erum spenntir og stoltir. Þetta hefur verið löng bið fyrir félagið og ég er sem stjóri að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Ég er mjög spenntur," segir Arteta.

Á fundinum greindi hann frá því að Gabriel Martinelli verður ekki með gegn PSV. Martinelli fann fyrir verk aftan í læri í sigrinum gegn Everton. Arteta segir mögulegt að hann geti verið með í leiknum gegn Tottenham um næstu helgi.
Athugasemdir
banner