Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. október 2019 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
England: Dele Alli heppinn að jafna gegn Watford
Marcos Alonso fagnaði innilega.
Marcos Alonso fagnaði innilega.
Mynd: Getty Images
Dele Alli var heppinn að bjarga stigi þegar Ben Foster missti boltann fyrir framan hann.
Dele Alli var heppinn að bjarga stigi þegar Ben Foster missti boltann fyrir framan hann.
Mynd: Getty Images
Tielemans og Vardy skoruðu báðir gegn Burnley.
Tielemans og Vardy skoruðu báðir gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
Chelsea var að vinna sinn fimmta leik í röð í öllum keppnum er liðið tók á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Lærisveinar Frank Lampard stjórnuðu leiknum en áttu í erfiðleikum með að koma knettinum framhjá Martin Dubravka í marki gestanna.

Marcos Alonso tókst þó að gera eina mark leiksins, hann átti þá fast skot sem Dubravka réði ekki við.

Hann innsiglaði þar með þriðja sigur Chelsea í röð í deildinni og er liðið komið upp í þriðja sæti, með 17 stig eftir 9 umferðir.

Chelsea 1 - 0 Newcastle
1-0 Marcos Alonso ('73)

Tottenham lenti í talsvert meiri vandræðum er Watford kom í heimsókn. Abdoulaye Doucoure kom gestunum yfir snemma leiks og virtust heimamenn ekki eiga nein svör.

Leikurinn var bragðdaufur og lítið um færi en þó tókst Dele Alli að jafna fyrir heimamenn á lokakaflanum. Hann nýtti sér þá slæm varnarmistök hjá Watford sem enduðu með því að Ben Foster missti boltann til Alli sem skoraði.

Tottenham er með tólf stig eftir jafnteflið og er fimm stigum á eftir Chelsea sem stendur.

Tottenham 1 - 1 Watford
0-1 Abdoulaye Doucoure ('6)
1-1 Dele Alli ('86)

Leicester hafði þá betur gegn Burnley sem var án Jóhanns Bergs Guðmundssonar vegna meiðsla.

Chris Wood kom Burnley yfir en Jamie Vardy jafnaði fyrir leikhlé og gerði Youri Tielemans sigurmark í síðari hálfleik.

Lærisveinar Brendan Rodgers hafa farið vel af stað og eru jafnir Chelsea á stigum í öðru sæti.

Leicester 2 - 1 Burnley
0-1 Chris Wood ('26)
1-1 Jamie Vardy ('45)
2-1 Youri Tielemans ('74)

Bournemouth gerði þá markalaust jafntefli við Norwich á meðan Wolves og Southampton skildu einnig jöfn, 1-1.

Aston Villa lenti undir er Brighton kíkti í heimsókn en gestirnir misstu Aaron Mooy af velli með rautt spjald. Jack Grealish gerði jöfnunarmark rétt fyrir leikhlé og skoraði bakvörðurinn Matt Targett dramatískt sigurmark á 95. mínútu.

Bournemouth 0 - 0 Norwich

Aston Villa 2 - 1 Brighton
0-1 Adam Webster ('21)
1-1 Jack Grealish ('45)
2-1 Matt Targett ('95)
Rautt spjald: Aaron Mooy, Brighton ('35)

Wolves 1 - 1 Southampton
0-1 Danny Ings ('53)
1-1 Raul Jimenez ('61, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner