Victor Kristiansen varnarmaður Bologna er þessa dagana með danska landsliðinu en liðið mætir Norður Írlandi í lokaumferð undankeppni EM á morgun. Danmörk hefur þegar tryggt sér sæti á lokamótinu.
Kristiansen er hjá Bologna á láni frá Leicester en hann yfirgaf enska félagið síðasta sumar þar sem Fabio Maresca stjóri liðsins vildi spila honum sem miðvörð í þriggja hafsenta kerfi en Kristiansen vildi fá tækifærið í vinstri bakverði.
Danskir fjölmiðlar spurðu hann út í framtíð sína hjá Leicester og hvort hann sæi fyrir sér að snúa aftur til Englands þegar lánssamningi hans lýkur.
„Nei, í augnablikinu á ég ekki framtíðina fyrir mér þar," sagði Kristiansen.
Bologna hefur tækifæri á því að festa kaup á þessum tvítuga bakverði þegar lánssamningum lýkur en það er ljóst að það er spennandi kostur fyrir Danann.