Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fös 19. desember 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sindri Kristinn framlengir við Keflavík til 2028
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, hefur framlengt samning sinn við Keflavík út 2028 en þetta tilkynnir félagið í dag.

Sindri er 28 ára gamall og uppalinn í Keflavík en hann gekk aftur í raðir félagsins frá FH fyrir tímabilið og gerði þá samning út 2026.

Hann var gríðarlega mikilvægur fyrir Keflvíkinga sem komu sér í umspilið í Lengjudeildinni og unnu úrslitaleikinn gegn HK sannfærandi sem tryggði sæti liðsins í Bestu deildina fyrir næsta tímabil.

Markvörðurinn hefur nú framlengt samning sinn við félagið út 2028 sem eru stórkostlegar fréttir fyrir Keflvíkinga sem ætla sér stóra hluti í Bestu deildinni.

Sindri á yfir 200 leiki fyrir Keflavík og mun halda áfram að bæta ofan á það næsta sumar.

„Það þarf fólk eins og þig,“ segir í lok tilkynningarinnar, sem eru orð að sönnu.
Athugasemdir
banner
banner