Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. janúar 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Ólíklegt að Man Utd framlengi við Mata
Mynd: Getty Images
Hlutverk Juan Mata hjá Manchester United hefur minnkað og nú er innan við hálft ár þar til samningur hans við Rauðu djöflana rennur út.

United á möguleika á því að framlengja samning Mata um eitt ár en samkvæmt enskum fjölmiðlum er mjög ólíklegt að það verði gert.

Mata hefur aðeins byrjað sex leiki á þessu tímabili og verið í hlutverki varamanns.

„Ákvörðun varðandi Juan er erfið. Hann er með gæði og þegar hann spilar þá skilar hann framlagi. Á hinn bóginn þá hafa aðrir leikmenn í samkeppni við hann verið að nýta sín tækifæri," segir Solskjær.

„Það er erfitt að skilja Juan eftir utan liðsins en þannig er staðan núna. Það hefur engin ákvörðun verið tekin enn."

Það liggur ekkert á því fyrir United að framlengja við Mata en sú staðreynd að þeir hafa virkjað ákvæði hjá öðrum leikmönnum í svipaðri stöðu gefur ákveðnar vísbendingar.

United framlengdi við Timothy Fosu-Mensah áður en hann var seldur til Bayer Leverkusen. Þá var framlengt við Jesse Lingard en United vonast til að selja hann í sumar.

Spænskir fjölmiðlar segja að Valencia hafi áhuga á því að fá Mata aftur til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner