banner
   fös 20. mars 2020 15:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Telur skynsamlegast að fella niður allar íþróttaæfingar
Haraldur Haraldsson.
Haraldur Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, er á þeirri skoðun að skynsamlegast sé að allar æfingar hjá íþróttafélögum verði felldar niður tímabundið í ljósi heimsfaraldursins.

Hann er þar bæði að tala um æfingar yngri flokka og meistaraflokka.

„Það eru 50-80 smit á dag undanfarna daga. Þetta eru hrikalega stórar tölur og maður er sjokkeraður yfir þessu," segir Haraldur en hann mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net í dag.

„Ég er persónulega talsmaður þess að fella niður allar æfingar hjá íþróttafélögum þar til við vitum betur. Mannslíf skiptir miklu meira máli en fótboltaæfingar í einhverjar vikur"

„Við þurfum að vera samstíga í öllu því sem við gerum. Við þurfum að komast í gegnum þennan skafl í sameiningu."

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn eða notaðu spilarann hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Krísufundur íslenska boltans
Athugasemdir
banner
banner