Kolbeinn Birgir Finnsson og Orri Hrafn Kjartansson eru um þessar mundir að æfa með Fylki. Báðir eru þeir uppaldir Fylkismenn.
Kolbeinn, sem er tvítugur U21 landsliðsmaður, er samningsbundinn Dortmund í Þýskalandi þar sem hann spilar fyrir varalið félagsins og Orri er átján ára og er hjá U19 liði Heerenveen.
Kjartan Daníelsson formaður Fylkis segir að félagið hafi að sjálfsögðu áhuga á að fá þá lánaða ef hægt er. Hann segir þó að ekkert sé í gangi í þeim málum.
Kolbeinn, sem er tvítugur U21 landsliðsmaður, er samningsbundinn Dortmund í Þýskalandi þar sem hann spilar fyrir varalið félagsins og Orri er átján ára og er hjá U19 liði Heerenveen.
Kjartan Daníelsson formaður Fylkis segir að félagið hafi að sjálfsögðu áhuga á að fá þá lánaða ef hægt er. Hann segir þó að ekkert sé í gangi í þeim málum.
„Kolbeinn á að mæta aftur til Þýskalands í júlí. Ég býst nú við því að þeir báðir séu klárir í slaginn með okkur ef það er hægt en þetta veltur á þeirra félögum og umboðsmönnum," segir Kjartan.
Hann segir að Fylkir hafi ekki sent beiðni til Dortmund eða Heerenveen.
Kolbeinn lék þrettán leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk. Orri fór út til Heerenveen sumarið 2018 og mun spila með U21 liði félagsins næsta tímabil.
Sjá einnig:
Orri Kjartans: Allt var á góðu skriði - Stefni alla leið
Kolbeinn: Alveg möguleiki að fá tækifæri með aðalliðinu
Athugasemdir