Barcelona er eina félagið sem kemur til greina hjá Robert Lewandowski eins og staðan er segir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano.
Lewandowski er að reyna að komast burt frá Bayern Munchen og mun neita að krota undir nýjan samning.
Vandamálið er hins vegar að Lewandowski verður samningslaus á næsta ári og gæti Bayern ákveðið að hleypa honum ekki burt fyrr en 2023.
Ensk félög hafa verið orðuð við Pólverjann en það er hans vilji að semja við Barcelona og aðeins Barcelona.
„Það sem mér er sagt er að Robert Lewandowski er búinn að ákveða sitt næsta félag, Barcelona. Lewandowski vill fara til Barcelona svo það verður númer eitt hjá honum," sagði Romano.*
Ef Lewandowski skrifar undir hjá Börsungum myndi hann gera samning til ársins 2025.
Athugasemdir