Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 20. maí 2024 19:15
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Aftur skoruðu Haukar sex
Haukar byrja vel
Haukar byrja vel
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Dalvík/Reynir 0 - 6 Haukar
0-1 Glódís María Gunnarsdóttir ('11 )
0-2 Glódís María Gunnarsdóttir ('20 )
0-3 Halla Þórdís Svansdóttir ('35 )
0-4 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('53 )
0-5 Rakel Lilja Hjaltadóttir ('59 )
0-6 Aníta Kristín Árnadóttir ('80 )

Haukakonur unnu 6-0 sigur á Dalvík/Reyni í 2. deild kvenna á Dalvíkurvelli í dag.

Haukar byrja tímabilið á markaflóði en liðið skoraði einnig sex mörk í fyrstu umferð deildarinnar.

Glódís María Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Hauka en Halla Þórdís Svansdóttir gerði þriðja markið og kom gestunum í þægilega stöðu fyrir síðari hálfleikinn.

Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir og Rakel Lilja Hjaltadóttir skoruðu tvö mörk með sex mínútna millibili áður en Aníta Kristín Árnadóttir rak síðasta naglann í kistu Dalvíkur/Reynis.

Haukar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en Dalvík/Reynir án stiga.
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 12 10 1 1 58 - 18 +40 31
2.    Völsungur 12 9 2 1 44 - 7 +37 29
3.    KR 12 9 2 1 48 - 12 +36 29
4.    Einherji 11 7 2 2 29 - 16 +13 23
5.    Fjölnir 12 6 2 4 35 - 17 +18 20
6.    ÍH 11 6 1 4 45 - 23 +22 19
7.    KH 12 5 1 6 19 - 34 -15 16
8.    Augnablik 11 5 0 6 26 - 32 -6 15
9.    Sindri 11 3 1 7 23 - 53 -30 10
10.    Dalvík/Reynir 11 2 2 7 14 - 44 -30 8
11.    Álftanes 11 2 1 8 21 - 33 -12 7
12.    Vestri 11 1 2 8 9 - 39 -30 5
13.    Smári 11 0 1 10 6 - 49 -43 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner